Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 10. október 2020 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi gefur Ancelotti góðan hausverk fyrir stórleik
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson átti stórleik fyrir íslenska landsliðið í frábærum 2-1 sigri gegn Rúmeníu í undanúrslitum umspilsins fyrir EM síðasta fimmtudag.

Gylfi skoraði bæði mörk Íslands og sýndi að hann er einn allra besti landsliðsmaður sem við höfum átt - ef ekki sá allra besti.

Hinn 31 árs gamli Gylfi byrjaði fyrstu tvo leiki ensku úrvalsdeildarinnar á bekknum hjá Everton, en kom svo inn í byrjunarliðið í 4-2 sigri á Brighton vegna meiðsla annarra leikmanna.

Eftir sigurinn á Rúmeníu var Gylfi spurður að því hvort þessi frammistaða hefði verið skilaboð til Carlo Ancelotti, stjóra Everton.

„Nei, ég veit ekki hvort hann hafi verið að horfa," sagði Gylfi og hló. Hann bætti við: „Það er nóg af landsleikjum í kvöld og vonandi hefur hann séð leikinn í kvöld."

Á síðustu leiktíð eftir að Ancelotti tók við Everton þá var Gylfi að spila sem djúpur miðjumaður í 4-4-2 leikkerfi. Með tilkomu Allan og Abdoulaye Doucoure, þá hefur Andre Gomes fengið nokkuð frjálsa rullu til að fara fram á við á miðsvæðinu.

Það er klárlega kjörin staða fyrir íslenska landsliðsmanninn og á Liverpool Echo er skrifað um það að Gylfi sé að gefa Ancelotti góðan hausverk fyrir næsta leik í ensku úrvalsdeildinni, sem er nágrannaslagur við Liverpool.

Heldur Gylfi sæti sínu í byrjunarliðinu? Eða kemur Gomes aftur inn þegar hann er nýbúinn að jafna sig á meiðslum?

„Þetta er einmitt valkvíði sem Ancelotti mun elska að hafa," skrifar Adam Jones í grein sinni fyrir Liverpool Echo.
Athugasemdir
banner
banner
banner