Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 10. október 2020 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Solbakken rekinn frá FCK
Mynd: Getty Images
„Þetta er sorgardagur fyrir danskan félagsliðafótbolta," byrjar Peter Schmeichel færslu sína á Twitter í morgun.

Hann segir svo að Ståle Solbakken, þjálfari FC Kaupmannahöfn, hafi verið vikið frá störfum.

Ståle er 52 ára Norðmaður sem var á sínu öðru skeiði sem þjálfari FCK. Hann stýrði liðinu fyrst á árunum 2006-2011 og eftir að hafa prófað að þjálfa FC Köln og Wolves þá sneri hann aftur 2013.

Hann hefur unnið dönsku deildina átta sinnum sem þjálfari og þrisvar sinnum gerði hann liðið að tvöföldum meisturum. Ragnar Sigurðsson er leikmaður FCK.


Athugasemdir
banner
banner
banner