Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 10. október 2021 10:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hinn mjög svo umdeildi Mike Ashley ekki af baki dottinn
Vill kaupa Derby County
Ashley hér með bros á vör.
Ashley hér með bros á vör.
Mynd: Getty Images
Mike Ashley, sem seldi nýverið Newcastle eftir 14 ára veru hjá félaginu, íhugar núna að kaupa Derby County.

Stuðningsmenn Newcastle fögnuðu á götum úti að losna loksins undan stjórn Ashley. Hann var mjög óvinsæll á meðal stuðningsmannahópsins fyrir það hvernig hann rak félagið. Hann tók margar slæmar ákvarðanir og félagið tók ekki skref fram á við með hann sem eiganda.

Núna segir sagan að hann sé strax að hugsa um að kaupa annað félag.

Götublaðið Mirror fjallar um að Ashley beini sjónum sínum að Derby, sem er í næst efstu deild Englands. Derby er í miklum vandræðum og er í leit að nýjum eiganda til að halda félaginu á floti.

Ashley er eigandi íþróttavörukeðjunnar Sports Direct en höfuðstöðvarnar eru ekki langt frá Pride Park, heimavelli Derby. Hann vill auglýsa Sports Direct enn frekar og sér hann Derby sem möguleika til að gera það.

Það er spurning hvernig stuðningsmenn Derby myndu taka í það ef Ashley eignast félagið, en staðan hjá félaginu er svo slæm í augnablikinu að Ashley getur í raun ekki gert hana mikið verri.

Sjá einnig:
Derby í klandri - Mikil óvissa ríkir með framtíðina
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner