Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   sun 10. október 2021 10:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segist hafa fengið mörg ljót skilaboð - „Ég gerði mistök"
Georgia Stanway.
Georgia Stanway.
Mynd: EPA
Georgia Stanway fékk að líta rauða spjaldið þegar Manchester City gerði jafntefli við Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en þær bláklæddu léku lungan úr leiknum einum færri.

Á 35. mínútu fékk Stanway beint rautt spjald fyrir skelfilegt brot á Leah Galton. Galton fékk boltann og þá kom Stanway á fullri ferð og fór með sólann beint í lærið á Galton. Stanway reyndi að mótmæla dómnum eins furðulega og það hljómar.

Stanway sendi frá sér afsökunarbeiðni eftir leikinn en á sama tíma sagðist hún hafa fengið mörg ljót skilaboð, sem er auðvitað ekki gott.

„Ég gerði mistök og ég vona að allir geti samþykkt afsökunarbeiðni mína. En ég á ekki skilið að fá alls konar ljót skilaboð á samfélagsmiðlum. Við erum öll manneskjur og gerum öll mistök," skrifaði Stanway.

Hægt er að sjá myndband af tæklingunni hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner