Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mán 10. október 2022 17:56
Brynjar Ingi Erluson
U17 kvenna: Ísabella skoraði þrennu í tapi gegn Frökkum
Kvenaboltinn
Ísabella Sara Tryggvadóttir skoraði þrennu
Ísabella Sara Tryggvadóttir skoraði þrennu
Mynd: Thelma Guðrún Jónsdóttir
Kvennalandsliðið skipað leikmönnum 17 ára og yngri tapaði fyrir Frakklandi, 6-4, er liðin áttust við í undankeppni Evrópumótsins á Valentino Mazzola-vellinum á Ítalíu í dag. Ísabella Sara Tryggvadóttir skoraði þrennu fyrir Ísland.

Íslenska liðið hefur síðustu daga spilað í fyrstu umferð í undankeppninni en liðið gerði 3-3 jafntefli við Ítalíu í fyrsta leik og tapaði síðan fyrir Sviss, 3-1.

Liðið mætti Frökkum í lokaleik riðilsins í dag og var það hin mesta skemmtun fyrir áhorfendur.

Ísabella Sara Tryggvadóttir, leikmaður KR, skoraði þrennu fyrir Ísland og þá gerði Harpa Helgadóttir eitt.

Tapið þýðir það að Ísland er fallið niður í B-deild fyrir næstu umferð undankeppninnar. Úrslitin þýða það þá að Ísland á ekki möguleika á að komast í lokakeppni Evrópumótsins sem fer fram á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner