Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   þri 10. október 2023 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hörður Björgvin fær nýjan samning þrátt fyrir alvarleg meiðsli
Hörður Björgvin Magnússon.
Hörður Björgvin Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon hefur skrifað undir nýjan samning við gríska stórliðið Panathinaikos og gildir hann til ársins 2025.

Hörður er þrítugur, örvfættur varnarmaður sem gekk í raðir Panathinaikos síðasta sumar eftir fjögur ár hjá CSKA í Rússlandi.

Hann varð fyrir því óláni að slíta krossband á dögunum og verður frá vel fram á næsta ár.

Hörður sleit hásin árið 2021 og kom til baka ári síðar. Þetta eru því önnur erfiðu meiðslin sem hann fer í gegnum á stuttum tíma.

„Ég er mjög þakklátur félaginu og ég vil þakka stuðningsmönnunum sérstaklega vegna þess að þeir hafa stutt mig frá degi eitt. Ég get ekki beðið eftir því að koma sterkari til baka," segir Hörður Björgvin.


Athugasemdir
banner