Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 10. nóvember 2020 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Dzyuba miður sín: Við syndgum öll
Artem Dzyuba fagnaði markinu sínu vel og innilega gegn Krasnodar
Artem Dzyuba fagnaði markinu sínu vel og innilega gegn Krasnodar
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Rússneski framherjinn Artem Dzyuba hefur gengið í gegnum ýmislegt síðustu vikurnar en hann var sviptur fyrirliðabandinu hjá Zenit auk þess sem hann var ekki valinn í rússneska landsliðið fyrir komandi verkefni eftir að sjálfsfróunarmyndbandi af honum var lekið á samfélagsmiðla.

Dzyuba er einn besti framherji Rússlands og ekki verður um það deilt en myndband af honum vera að stunda sjálfsfróun fór í dreifingu á samfélagsmiðlum og vakti það mikla athygli í heimalandinu.

Það var litið alvarlegum augum á myndbandið og var hann í kjölfarið sviptur fyrirliðabandinu hjá Zenit og rússneska landsliðinu auk þess sem hann var ekki valinn í hópinn fyrir landsliðsverkefnin í nóvember.

Þetta tók á Dzyuba sem viðurkenndi á Instagram að hann væri maðurinn í myndbandinu og þakkaði vinum sínum fyrir stuðninginn á þessum erfiðu tímum. Hann skoraði í 3-1 sigri Zenit á Krasnodar um helgina og var í skýjunum eftir sigurinn.

„Ég vil óska öllum til hamingju með sigurinn. Þetta var ekki auðveldasti leikurinn á ferlinum og ég gat varla haldið aftur af mér í bílnum á leiðinni heim," sagði Dzyuba.

„Ég vil samt byrja á því að segja að ég er ekki fullkominn. Ég geri mistök og við syndgum öll því miður. Ég get bara kennt sjálfum mér um en á svona augnabliki þá snúa allir baki í mann."

„Ég er þakklátur fyrir það fólk sem hefur sýnt mér stuðning á þessum erfiðu tímum. Það er á svona augnabliki sem maður kemst að því hverjir eru vinir þínir og hverjir eru það ekki."

„Ég vil þakka heiminum fyrir þennan lærdóm sem hefur reynst mér sársaukafullur og erfiður en ég tek fulla ábyrgð. Ég mun reyna að brotna ekki niður við þetta þó það hafi reynst mér erfitt í dag," sagði hann í lokin.

Sjá einnig:
Fyrirliði Rússa ekki í hóp - Sjálfsfróunarmyndbandi lekið
Athugasemdir
banner
banner