Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 10. nóvember 2020 21:15
Aksentije Milisic
Pepe ekki sáttur með lítinn spiltíma
Mynd: Getty Images
Nicolas Pepe, kantmaður Arsenal, segir að hann hafi ekki náð að sína sitt rétta andlit í vetur vegna þess að hann fái of lítið að spila.

Pepe var keyptur til Arsenal á 72 milljónir punda en hann hefur einungis byrjað einn leik í deildinni í vetur undir stjórn Mikel Arteta. Hann hefur fengið að spila meira í bikarnum og í Evrópudeildinni.

Hann er kominn með tvö mörk og tvær stoðsendingar í Evrópudeildinni en þessi 25 ára gamli leikmaður er ekki sáttur með stöðu mála.

„Markmiðið mitt er að spila meira. Ég vil fá meiri spiltíma," sagði Pepe.

„Leikmaður sem spilar er ánægður. Ég vil fá að spila meira og finna brosið mitt aftur. Þjálfarinn vill að ég sé einbeittur allar 90 mínúturnar sem ég spila. Ég sé strax á æfingu eftir leik að ég verði varamaður um næstu helgi."


Athugasemdir
banner
banner
banner