banner
   fim 10. nóvember 2022 12:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Toney hlýtur að fá símtal frá Heimi eftir ákvörðun Southgate
Ivan Toney.
Ivan Toney.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Ivan Toney er ekki í landsliðshópi Englendinga sem fer á HM í Katar.

Tammy Abraham er það ekki heldur, en búist er við því að Callum Wilson og Marcus Rashford fari með.

Toney, sem er 26 ára gamall, var valinn í síðasta hóp Englendinga en kom ekkert við sögu. Hann er búinn að skora átta mörk í 13 deildarleikjum fyrir Brentford á þessari leiktíð en hlýtur ekki náð fyrir augum Gareth Southgate.

Það var greint frá því á dögunum að Toney væri til rannsóknar hjá enska fótboltasambandinu vegna ásakana um að hann hefði veðjað á fótbolta en sem leikmaður má hann ekki gera það. Spurning er hvort að sú rannsókn tengist valinu eitthvað en hún hefur verið í gangi í sjö mánuði. Hann var í síðasta hóp í september þegar rannsóknin var líka í gangi, en þá var ekki búið að opinbera að hún væri í gangi. Southgate þarf að svara fyrir um þetta á eftir.

Toney á einnig möguleikann á því að spila fyrir Jamaíku þar sem hann hefur ekki enn leikið A-landsleik fyrir England. Heimir Hallgrímsson, þjálfari Jamaíku, hlýtur að vera að reyna að sannfæra hann.

Enski hópurinn verður tilkynntur klukkan 14:00 en það hefur mikið lekið út í tengslum við valið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner