Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   þri 10. desember 2019 07:00
Aksentije Milisic
Fred: Sorglegt að þetta sé ennþá í gangi árið 2019
Fred, leikmaður Manchester United, hefur tjáð sig um kynþáttaníð sem hann varð fyrir í grannaslagnum um síðustu helgi.

Fred varð fyrir kynþáttaníð og þá var kveikjara kastað í hann er hann gerði sig reiðubúinn til þess að framkvæma hornspyrnu í síðari hálfleiknum.

„Því miður er samfélagið í afturför. Það er sorglegt að þetta sé ennþá í gangi árið 2019. Við erum öll eins. Það skiptir ekki hvernig húðlitur okkar er, hárið eða kyn. Við komum öll frá sama stað og förum öll á sama stað þegar tími okkar hér er liðinn," sagði Fred.

„Guði sé lof þá á ég marga góða vini hér í búningsklefanum sem hughreystu mig, eins og Lingard.
Athugasemdir
banner
banner
banner