Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 10. desember 2023 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Fáránlegt að dæma markið af Havertz - „Þessi regla er algert bull“
Kai Havertz og fleiri leikmenn Arsenal umkringja Jarred Gillet
Kai Havertz og fleiri leikmenn Arsenal umkringja Jarred Gillet
Mynd: EPA
Jamie Redknapp
Jamie Redknapp
Mynd: Getty Images
Þýski landsliðsmaðurinn Kai Havertz skoraði ógilt mark í 1-0 tapi Arsenal gegn Aston Villa á VIlla Park í gær og vakti það talsverða umræðu meðal spekinga, en Jamie Redknapp er einn af þeim sem telur að markið hafi átt að standa.

Markið var afar sérstakt. Boltinn kemur inn í og Havertz er í baráttunni við Matty Cash um boltann, en hann dettur fyrst af hendinni á Cash áður en Havertz handleikur hann.

Þjóðverjinn kláraði síðan færið en markið var dæmt af vegna þess að Havertz kom við hann með hendinni.

Redknapp skilur ekkert í regluverkinu og segir að markið hafi átt að standa.

„Þessi regla er algert bull. Hvernig er þetta hendi? Boltinn fór í Matty Cash og hann er bara að skoppa á milli. Boltinn gæti dottið á hendurnar á honum og þaðan í netið. Regluverkið er þannig að ef þú ert markaskorarinn og hann fer af höndunum á þér áður en hann fer í netið þá telur það ekki.“

„Við erum alltaf að koma okkur í klandur með þessum reglum. Hvernig er þetta í alvöru hendi? Jú, reglan er þannig í augnablikinu, en ef við erum að reyna að vera hjálplegir og reyna að bæta leikinn til að gera þetta að besta staðnum fyrir fleiri mörk, þá verðum við að horfa á markið. Þetta er slæm regla því boltinn rétt kemur við handlegginn, ef hann setur hendurnar út og boltinn fer í hendina þá væri þetta hendi hvort sem er. Sá sem ákvað það að gera þetta að reglu má vita það að þetta er fáránlegt. Þetta kostaði Arsenal mark,“
sagði Redknapp.

Þetta atvik átti sér stað undir lok leiks og hefði komið Arsenal aftur inn í leikinn, en í stað þess fór liðið tómhent heim.


Athugasemdir
banner
banner
banner