Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 11. janúar 2022 14:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnór Borg ennþá að jafna sig eftir aðgerðina
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Arnór Borg Guðjohnsen hefur glímt við meiðsli frá því á síðasta tímabili. Hann fór í aðgerð í september vegna kviðslits eftir að hafa verið með verki frá því fyrir tímabilið 2021.

Sjá einnig:
„Mikill léttir að það sé búið að gera við þetta"

Arnór er ekki enn farinn af stað, er ennþá að jafna sig eftir aðgerðina..

„Það eru búin að vera nokkur bakslög, ég held að það séu svona tvær vikur þangað til ég fer að æfa almennilega," sagði Arnór.

Hvernig bakslög? „Ég fylgdi því sem læknirinn úti sagði mér. Svo þegar ég byrjaði að æfa þá var ég bara ennþá að drepast. Ég hitti sjúkraþjálfara í síðustu viku og hann áttaði sig á því að þetta hefur eitthvað með snúning á mjöðminni að gera."

„Ég er byrjaður að fylgja prógrammi frá honum og er strax búinn að finna mikinn mun. Þetta fer því vonandi að koma, búið að vera langt tímabil frá vegna meiðsla,"
sagði Arnór.

Víkingur spilar gegn Fylki í Reykjavíkurmótinu í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner