Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   sun 19. september 2021 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Mikill léttir að það sé búið að gera við þetta"
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Feðgarnir
Feðgarnir
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Arnór Borg Guðjohnsen skrifaði undir samning við Víking Reykjavík í gær og gengur í raðir félagsins eftir tímabilið.

Hann sagði frá því í viðtali við Fótbolta.net í gær að Víkingur vildi fá hann um mitt sumarið en Fylkir vildi halda honum út tímabilið.

„Ég gat ekki farið á miðju tímabili, Fylkir vildi halda mér út tímabilið. Svo var ég óheppin með meiðsli og spilaði mjög lítið, svo ákvað ég núna að kýla á þetta," sagði Arnór.

Eins og hann segir hefur hann verið að kljást við meiðsli og er nýkominn úr aðgerð.

„Ég fór í aðgerð fyrir þremur dögum og þetta er hægt og rólega að jafna sig, held að þetta taki 4-6 vikur."

Það hefur illa gengið að greina hvað hefur verið að hrjá hann en loksins kom niðurstaða að hann væri með kviðslit.

„Klárlega mikill léttir, þetta er búið að vera mikil óvissa. Ég er búinn að hitta mikið af læknum og sjúkraþjálfurum, það er mjög mikill léttir að það sé búið að finna út hvað þetta var og það sé búið að gera við þetta."

Arnór Guðjohnsen eldri, faðir Arnórs Borg ræddi einnig við Fótbolta.net og tjáði sig um meiðslin.

„Hann er búinn að vera með þessa verki frá því í febrúar eða mars og fattaði ekki sjálfur hvað væri að gerast. Svo smám saman ágerist þetta með sumrinu, ég held að hann sé ofsalega feginn núna að hann gat farið út og látið gera þessa aðgerð, svo kom í ljós að hann var kviðslitinn báðumegin, gott að vera búinn að finna lausn á þessu."

Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings hafði þetta að segja um meiðslin.

„Það fer í hausinn á mönnum þegar það er óvissa í gangi og þú ert að reyna spila og sýna þitt rétta andlit en þú ert meiddur. Svo kemur það í ljós að hann er með kviðslit en það er búið að laga það. Kviðslit eru ekki alvarlegustu meiðsli í heimi þannig að hann verður kominn í fullt fjör eftir 4-6 vikur."

Sjá einnig:
Arnór Borg: Innsæið sagði að ég ætti að fara til Víkings
Arnar Gunnlaugs: Þakka Ingvari fyrir að við erum áfram í keppninni
Arnór Borg: Innsæið sagði að ég ætti að fara til Víkings
Arnór Guðjohnsen: Auðvitað segi ég mitt álit
Athugasemdir
banner
banner