banner
   þri 11. janúar 2022 09:46
Elvar Geir Magnússon
Eggert búinn að skrifa undir nýjan samning við Stjörnuna
Eggert Aron Guðmundsson.
Eggert Aron Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn sautján ára gamli Eggert Aron Guðmundsson hefur skrifað undir nýjan samning við Stjörnuna. Þessi efnilegi leikmaður, sem verður átján ára í febrúar, æfði í vetur og spilaði æfingaleiki með U19 liði FC Kaupmannahafnar.

Nýr samningur Eggert við Stjörnuna gildir út tímabilið 2024.

„Eggert átti frábæra spretti með liðinu í sumar og verður klárlega spennandi að fylgjast með honum vaxa sem leikmanni núna í ár," segir í tilkynningu Stjörnunnar en Eggert lék fimmtán leiki og skoraði eitt mark í efstu deild á liðnu ári.

„Þetta eru gleðitíðindi og hvetjum við stuðningsfólk til þess að byrja að raula lögin fyrir komandi tímabil, enda er það handan við hornið og undirbúningurinn á fullri ferð! Við óskum Eggerti innilega til hamingju með nýjan samning! Eggert er maðurinn."

Stjarnan hafnaði í sjöunda sæti efstu deildar á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner