Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   þri 11. janúar 2022 20:37
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þorleifur valinn númer fjögur í nýliðavalinu af Houston Dynamo
Mynd: Duke
Nýliðavalið í MLS deildinni í Bandaríkjunum fór fram í kvöld.

Einn Íslendingur var í valinu, Þorleifur Úlfarsson sóknarmaður sem vakti mikla athygli með Duke háskólanum í vetur.

Hann skoraði 15 mörk fyrir Duke og var valinn besti sóknarmaður ACC-deildarinnar.

Hann var valinn númer fjögur af Houston Dynamo. Liðið endaði í neðsta sæti vesturdeildarinnar á síðustu leiktíð og skoraði næst fæst mörk.

Sérfræðingarnir veltu fyrir sér hvað hann gæti komið með í lið Houston og það var einfaldlega bara „Mörk, mörk, mörk".

Hann var spurður hvort það yrði ekki erfitt fyrir Íslending að spila í hitanum í Bandaríkjunum.

„Það skiptir engu máli, ég mun gera mitt," sagði Þorleifur Úlfarsson.

Ben Bender var valinn númer eitt í MLS nýliðavalinu af Charlotte FC í kvöld. Bender lék með Maryland háskólanum en hann er miðjumaður og leikstíll hans hefur verið líkt við leikstíl Kevin De Bruyne.
Athugasemdir
banner