Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 11. janúar 2023 10:00
Elvar Geir Magnússon
Peningaleysi ýtir Man Utd í að fá Weghorst
Wout Weghorst.
Wout Weghorst.
Mynd: Getty Images
Hollenski sóknarmaðurinn Wout Weghorst færist nær Manchester United. Hollenski íþróttafréttamaðurinn Marcel van der Kraan segir að undir eðlilegum kringumstæðum væri Weghorst ekki á blaði hjá United.

„Mér hefur verið sagt að United sé ekki með fjármagn á þessum tímapunkti til að gera stór kaup. Annars væri félagið ekki að vinna í að fá Weghorst," segir Van der Kraan.

„Hann er ódýr og auðveld lausn. Kannski er Erik ten Hag í þeirri stöðu að honum býðst að fá Weghorst eða engan."

Steve Stone vann með hollenska sóknarmanninum hjá Burnley á síðasta tímabili.

„Hann er mikill atvinnumaður og fagmaður í því sem hann gerir. Tæknilega er hann mjög góður, hann leiðir línuna og fær aðra inn í spilið," segir Stone sem segir að hann verði þó aðeins lausn til bráðabirgða fyrir United.

Weghorst er þrítugur og er hjá Besiktas á láni frá Burnley.
Athugasemdir
banner
banner