Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 11. janúar 2023 08:40
Elvar Geir Magnússon
Real Madrid vill Kane næsta sumar - Hazard óvænt orðaður við Arsenal
Powerade
Harry Kane er geggjaður sóknarmaður.
Harry Kane er geggjaður sóknarmaður.
Mynd: Getty Images
Hazard til Arsenal?
Hazard til Arsenal?
Mynd: Getty Images
Alex Scott er orðaður við Wolves.
Alex Scott er orðaður við Wolves.
Mynd: Getty Images
Newcastle reynir að fá þýska ungstirnið Moukoko.
Newcastle reynir að fá þýska ungstirnið Moukoko.
Mynd: Getty Images
Kane, Gerrard, Hazard, Porro, Weghorst, Danjuma, Depay, Felix og Moukoko eru meðal farþega í Powerade slúðurlestinni á þessum miðvikudegi.

Real Madrid vill kaupa enska sóknarmanninn Harry Kane (29) fyrir næsta tímabil. Samningur Kane við Spurs rennur út 2024 og hann gæti kostað allt að 88 milljónir punda. (Todofichajes)

Belginn Eden Hazard (32) hjá Real Madrid er óvænt orðaður við Arsenal sem er sagt íhuga að gera tilboð. Hazard lagði landsliðsskóna á hilluna í síðasta mánuði. (Mediafoot)

Chelsea hefur einnig áhuga á spænska varnarmanninnum Pedro Porro (23), sem hefur verið orðaður við Tottenham. Sporting Lissabon vill fá 37 milljóna punda riftunarákvæði í samningi bakvarðarins greitt að fullu og það er stór hraðahindrun. (90min)

Besiktas hefur samþykkt að taka við 2,7 milljónum punda frá Manchester United til að ljúka lánssamningi Wout Weghorst (30) snemma og hleypa honum þannig á Old Trafford. (Guardian)

Mauricio Pochettino hefur áhuga á starfinu hjá Chelsea, ef félagið ákveður að reka Graham Potter. (Sun)

Úlfarnir eru að undirbúa endurbætt 8 milljóna punda tilboð í Mario Lemina (29), miðjumann Nice. Franska félagið hefur hafnað tilboði frá Wolves. (Mail)

Úlfarnir hafa einnig átt viðræður við Bristol City varðandi miðjumanninn Alex Scott (19) en eru hikandi við að ganga að 25 milljóna punda verðmiða. (Telegraph)

West Ham horfir til Carlos Corberan, Spánverjans sem stýrir West Brom, sem mögulegan stjóra í stað David Moyes eftir tímabilið. (Sun)

Leicester hefur sett sig í samband við Fiorentina varðandi argentínska framherjann Nico Gonzalez (24). (Gianluca di Marzio)

Southampton hefur áhuga á að ráða akademíustjóra Manchester City, Jason Wilcox, sem nýjan yfirmann fótboltamála. (Mail)

Everton er í viðræðum við Villarreal um mögulegan lánssamning fyrir Arnaut Danjuma (25), fyrrum miðjumann Bournemouth. (Bruno Alemany)

Nottingham Forest hefur einnig áhuga á hollenska landsliðsmanninum Danjuma. (Sky Sports)

Atletico Madrid horfir til Memphis Depay (28) hjá Barcelona sem mögulegan kost til að fylla skarð Joao Felix (23) sem er á leið til Chelsea á lánssamningi út tímabilið. (SportItalia)

Koma Felix hefur ekki áhrif á kaup Chelsea á sóknarmanninum Christopher Nkunku (25). Franski landsliðsmaðurinn gengur í raðir bláliða í sumar. (Fabrizio Romano)

Newcastle United er að reyna að fá þýska framherjann Youssoufa Moukoko (18) sem er einnig á óskalista Chelsea. Newcastle gæti fengið hann á frjálsri sölu þegar samningur hans við Dortmund rennur út í sumar. (Evening Standard)

Matteo Guendouzi (23), franskur miðjumaður Marseille, hefur fengið tilboð frá ónefndu ensku úrvalsdeildarfélagi. (L'Equipe)

Hollenski miðjumaðurinn Teun Koopmeiners (24) hjá Atalanta segir ánægjulegt að vera orðaður við Liverpool en segist ánægður hjá ítalska félaginu og 100% fókuseraður á félagið. (Goal)

Úlfarnir hafa endurnýjað áhuga sinn á enska varnarmanninum Craig Dawson (32) hjá West Ham. (Express & Star)

Bournemouth er í viðræðum um vængmanninn Dango Ouattara (20) sem er frá Búrkína Fasó og spilar með Lorient í Frakklandi. (Athletic)
Athugasemdir
banner
banner
banner