banner
   fim 11. febrúar 2021 18:57
Victor Pálsson
Marine bað Tottenham afsökunar eftir Twitter færslu
Mynd: Getty Images
Smálið Marine hefur beðist afsökunar á tísti sem vasr birt á Twitter-aðgang félagsins í gærkvöldi.

Marine er lið sem einhverjir eru farnir að kannast við eftir leik við Tottenham í bikarnum en liðin átust við í þriðju umferð.

Marine spilar í sjöundu efstu deild Englands og féll úr leik í þriðju umferð bikarsins eftir 5-0 tap heima gegn stórliði Tottenham.

Tottenham féll svo úr leik í gær eftir 5-4 tap gegn Everton þar sem Gylfi Þór Sigurðsson átti stórleik og lagði upp þrjú mörk ásamt því að skora eitt fyrir Everton.

Marine birti í kjölfarið færslu á Twitter með mynd af ofurhetjunum úr kvikmyndinni Avengers þar sem búið var að klippa andlit leikmanna Everton inn á myndina.

„Takk Everton," var skrifað í færslunni sem var svo eytt stuttu síðar. Marine segir að um mistök hafi verið að ræða og var ekki ætlunin að pirra stuðningsmenn Tottenham.

Margir stuðningsmenn Tottenham létu í sér heyra eftir þessa færslu sem fékk þó ekki að lifa lengi á samskiptamiðlinum.





Athugasemdir
banner
banner
banner