Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   lau 11. febrúar 2023 10:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Boehly líkaði við færslu þar sem Cucurella var gagnrýndur

Frank Leboeuf fyrrum leikmaður Chelsea gagnrýndi Marc Cucurella á dögunum þar sem hann sagði að bakvörðurinn væri ekki nógu góður til að spila fyrir Chelsea.


Breski miðillinn Football.London deildi frétt á Twitter um ummæli Leboeuf og það hefur vakið mikla athygli að Todd Boehly, eigandi Chelsea 'líkaði við' færsluna.

Graham Potter stjóri Chelsea var spurður út í þetta á fréttamannafundi í vikunni.

„Ég get ekki tjáð mig um þetta. Ég veit ekki hvernig samfélagsmiðlar virka. Allir styðja vel við bakið á Cucurella og við erum að reyna hjálpa honum að komast á það stig sem hann getur og hann geti notið þess að spila. Ef leikmenn geta notið þess er líklegt að þeir spili vel," sagði Potter.


Enski boltinn - Eldræða frá Mána en áhyggjurnar litlar hjá City
Athugasemdir
banner