Davies, Dibling, Wharton, Zirkzee, Tah og fleiri góðir koma við sögu
   sun 11. febrúar 2024 12:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alonso fagnaði sigrinum í gær með öllu starfsliðinu
Mynd: EPA

Xabi Alonso vakti mikla athygli fyrir það sem hann gerði eftir sigur Leverkusen á Bayern í gær.


Leverkusen er ósigrað í þýsku deildinni og er með fimm stiga forystu á Bayern eftir 3-0 sigur í gær.

Það var óvanaleg sjón þegar Alonso kallaði á allt starfsliðið sitt til að koma út á völlinn eftir leikinn og fagna með stuðningsmönnunum.

Stuðningsmenn Liverpool eru mjög hrifnir af Alonso og margir hverjir hafa kallað eftir því að hann verði eftirmaður Jurgen Klopp sem hættir eftir tímabilið en hann hefur verið þekktur fyrir að fagna sigrum innilega með stuðningsmönnum liðsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner