Arsenal er með sannfærandi 2-0 forystu gegn West Ham á Ólympíuleikvanginum í Lundúnum þegar hálfleikurinn er handan við hornið.
William Saliba kom liðinu yfir þegar hann skallaði boltann í netið eftir rúmlega hálftíma leik. Þegar skammt var til loka fyrri hálfleiksins fékk Arsenal vítaspyrnu.
Alphonse Areola braut á Bukayo Saka sem var sloppinn í gegn. Saka fór sjálfur á punktinn og skoraði af miklu öryggi.
Leikmenn Arsenal voru ekki hættir en Gabriel bætti þriðja markinu við þegar hann skallaði boltann í netið eftir aukaspyrnu frá Declan Rice fyrrum miðjumanni West Ham en hann lagði einnig upp markið á Saliba.
Þá bætti Leandro Trossard við fjórða marki liðsins í uppbótatíma fyrri hálfleiks.
Sjáðu markið hjá Saliba
Sjáðu markið hjá Saka
Sjáðu markið hjá Gabriel
Sjáðu markið hjá Trossard