Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 11. febrúar 2024 14:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arsenal að ganga frá West Ham í fyrri hálfleik
Mynd: EPA

Arsenal er með sannfærandi 2-0 forystu gegn West Ham á Ólympíuleikvanginum í Lundúnum þegar hálfleikurinn er handan við hornið.


William Saliba kom liðinu yfir þegar hann skallaði boltann í netið eftir rúmlega hálftíma leik. Þegar skammt var til loka fyrri hálfleiksins fékk Arsenal vítaspyrnu.

Alphonse Areola braut á Bukayo Saka sem var sloppinn í gegn. Saka fór sjálfur á punktinn og skoraði af miklu öryggi.

Leikmenn Arsenal voru ekki hættir en Gabriel bætti þriðja markinu við þegar hann skallaði boltann í netið eftir aukaspyrnu frá Declan Rice fyrrum miðjumanni West Ham en hann lagði einnig upp markið á Saliba.

Þá bætti Leandro Trossard við fjórða marki liðsins í uppbótatíma fyrri hálfleiks.

Sjáðu markið hjá Saliba
Sjáðu markið hjá Saka
Sjáðu markið hjá Gabriel
Sjáðu markið hjá Trossard


Athugasemdir
banner
banner
banner