Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   sun 11. febrúar 2024 13:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjubikarinn: Andi Hoti tryggði Leikni jafntefli gegn Víkingum
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Víkingur R. 3-3 Leiknir R.
0-1 Omar Sowe ('17 )
1-1 Davíð Örn Atlason ('18 )
1-2 Omar Sowe ('31 , Mark úr víti)
2-2 Danijel Dejan Djuric ('57 )
3-2 Helgi Guðjónsson ('60 )
3-3 Andi Hoti ('90 )


Íslands og Bikarmeistarar Víkings hófu leik í Lengjubikarnum í dag þegar liðið mætti Leikni í Egilshöll sem var einnig að spila sinn fyrsta leik.

Omar Sowe náði forystunni fyrir Leikni í tvígang en hann skoraði seinna markið úr vítaspyrnu eftir að Davíð Örn Atlason hafði jafnað metin.

Víkingur náði aftur forystunni þegar Danijel Dejan Djuric jafnaði metin og Helgi Guðjónsson kom liðinu yfir.

Það var hins vegar Andi Hoti sem átti síðasta orðið þegar hann skoraði í uppbótatíma og tryggði Leikni stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner