Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   sun 11. febrúar 2024 13:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Liverpool gæti fengið Adarabioyo frá Fulham á frjálsri sölu
Mynd: EPA

Liverpool er með Tosin Adarabioyo varnarmann Fulham undir smásjá en hann gæti farið á frjálsri sölu frá Fulham næsta sumar. Daily Mail greinir frá þessu.


Fulham er taplaust í þremur síðustu leikjum í úrvalsdeildinni og komst alla leið í undanúrslit enska deildabikarsins þar sem liðið tapaði að lokum gegn Liverpool.

Þrátt fyrir það er Adarabioyo ekki sannfærður um að vera áfram hjá félaginu og hefur ekki skrifað undir nýjan samning.

Liverpool þarf að næla í Englendinga til að standa undir reglum um skráningu leikmanna fyrir Meistaradeildina á næstu leiktíð.

Joel Matip hefur verið mikið meiddur hjá Liverpool en samningur hans við félagið rennur út í sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner