Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   sun 11. febrúar 2024 17:07
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd komið í forystu á Villa Park - Maguire lagði upp fyrir Höjlund
Danski sóknarmaðurinn Rasmus Höjlund hefur heldur betur fundið taktinn með Manchester United eftir nokkuð brösuga byrjun á leiktíðinni.

Höjlund hafði ekki skorað í fyrstu fjórtán deildarleikjum sínum með United en hefur nú skorað í síðustu fimm.

United fékk hornspyrnu á Villa Park á 17. mínútu leiksins. Bruno Fernandes kom með frábæran bolta inn í teiginn á hausinn á Harry Maguire sem skallaði hann inn fyrir á Höjlund sem átti ekki í vandræðum með að skora.

Liðið hefur verið í góðu formi í síðustu leikjum. Sigur í dag færir það nær Meistaradeildarsæti.

Sjáðu markið hér
Athugasemdir
banner
banner