Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   sun 11. febrúar 2024 16:16
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu markið: Stórkostlegt mark hjá Rice
Mynd: EPA

Declan Rice átti stórleik í dag þegar Arsenal heimsótti West Ham í úrvalsdeildinni.


Rice gekk til liðs við Arsenal í sumar frá West Ham fyrir rúmlega 100 milljónir punda en hann lék gömlu félagana grátt í dag.

Hann lagði upp tvö mörk í fyrri hálfleik en Arsenal var með 4-0 forystu þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Bukayo Saka bætti öðru marki sínu og fimmta marki Arsenal við eftir rúmlega klukkutíma leik áður en Rice negldi síðasta naglann í kistu West Ham með stórkostlegu marki.

Hann fékk boltann fyrir utan teiginn og negldi boltanum í netið.

Sjáðu markið hér


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner