Brentford vann Wolves í úrvalsdeildinni í gær 2-0 en Ivan Toney skoraði seinna mark liðsins.
Þetta var þriðja mark hans í fjórða leiknum eftir endurkomuna.
Thomas Frank stjóri Brentford greindi frá því eftir leikinn að leikmaðurinn hefur verið að berjast við flensu undanfarna daga.
„Hann spilaði veikur og skoraði. Hann hefur verið veikur síðan á fimmtudaginn. Þetta sýnir hugarfarið hans. Hann er eintakur, hann hefur alltaf verið skuldbundinn liðinu, félaginu og samherjum sínum," sagði Frank.
Toney hefur lengi verið orðaður í burtu frá félaginu.
„Hver veit hvað gerist í sumar? Toney er góður í því að njóta augnabliksins, hann er einbeittur hér núna," sagði Frank.
Athugasemdir