Sam Kerr, ein besta fótboltakona heims, hefur verið sýknuð af ákæru um kynþáttafordóma.
Kerr er eitt stærsta nafn heims í kvennaboltanum en hún var sökuð um að hafa verið með kynþáttafordóma í garð lögreglumanns. Leigubílstjóri hafði kvartað yfir Kerr og því mætti umræddur lögreglumaður á staðinn.
Kerr er eitt stærsta nafn heims í kvennaboltanum en hún var sökuð um að hafa verið með kynþáttafordóma í garð lögreglumanns. Leigubílstjóri hafði kvartað yfir Kerr og því mætti umræddur lögreglumaður á staðinn.
Kerr notaði orðin „heimskur og hvítur" í garð lögreglumannsins og játaði það. En hún taldi það ekki kynþáttafordóma, heldur hafi hún verið að lýsa því valdi og þeim forréttindunum sem lögreglumaðurinn hafði.
Dómurinn sýknaði hana og gekk hún glöð úr dómsalnum í dag.
Kerr gekk í raðir Chelsea 2019-20 tímabilið og hefur skorað 99 mörk í 128 leikjum fyrir félagið.
Athugasemdir