Man Utd vill bakvörð Barcelona - Newcastle reynir við kantmann Malaga - Man Utd og Chelsea hafa áhuga á Delap
banner
   þri 11. febrúar 2025 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verðmiðinn of hár fyrir ítölsk félög
Sandro Tonali.
Sandro Tonali.
Mynd: Getty Images
Umboðsmaður ítalska miðjumannsins Sandro Tonali segir endurkomu til Ítalíu ekki í kortunum.

Tonali er á sínu öðru tímabili með Newcastle eftir að hann var keyptur þangað frá AC Milan.

Það hafa verið einhverjar sögusagnir um að Tonali sé að snúa aftur til Ítalíu en umboðsmaður hans, Beppe Riso, segir það afar ólíklegt.

„Hann er einn besti miðjumaður í heimi og verðmiðinn á honum er of hár fyrir ítölsk félög. Ég ímynda mér að ferill hans verði ekki nálægt Serie A," segir Riso.

Newcastle borgaði um 70 milljónir evra fyrir Tonali en hann er samningsbundinn enska félaginu til 2028.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner