Manchester United hefur staðfest áætlanir sínar um að byggja nýjan 100 þúsund manna leikvang. Hann er sagður skapa 92 þúsund störf og 17 þúsund ný heimili á Manchester svæðinu.
Old Trafford er sögufrægur leikvangur en er svo sannarlega barn síns tíma og Sir Jim Ratcliffe segir að félagið hyggist reisa magnaðasta leikvang heims. Old Trafford hefur verið heimavöllur Manchester United síðan 1910 en hann verður rifinn.
Old Trafford er sögufrægur leikvangur en er svo sannarlega barn síns tíma og Sir Jim Ratcliffe segir að félagið hyggist reisa magnaðasta leikvang heims. Old Trafford hefur verið heimavöllur Manchester United síðan 1910 en hann verður rifinn.
Arkitektar hjá Foster og Partners, sem teikna leikvanginn, segja að hann verði með regnhlífahönnun og nýtt almenningstorg byggt sem er tvöfalt stærra en Trafalgar Square.
Foster and Partners hönnuðu nýja Wembley og Lusail leikvanginn í Katar sem var notaður í úrslitaleik HM 2022. Vonast er til þess að hægt verði að ljúka við því að byggja leikvang Manchester United á fimm árum en það þykir enskum fjölmiðlum mikla bjartsýni.
This is your future.
— Manchester United (@ManUtd) March 11, 2025
Your home.
Your United.#MUFC pic.twitter.com/cK7yVnOm1X
Athugasemdir