Barcelona er komið langleiðina í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar en liðið er tveimur mörkum yfir gegn Benfica í seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum í Barcelona.
Fyrri leiknum lauk með 1-0 sigri Barcelona þar sem Raphinha tryggði liðinu sigurinn. Hann kom liðinu í tveggja marka forystu í einvíginu þegar hann skoraði eftir stórkostlegan undirbúning Lamine Yamal
Fyrri leiknum lauk með 1-0 sigri Barcelona þar sem Raphinha tryggði liðinu sigurinn. Hann kom liðinu í tveggja marka forystu í einvíginu þegar hann skoraði eftir stórkostlegan undirbúning Lamine Yamal
Nicolas Otamendi jafnaði metin í leiknum og minnkaði muninn í 2-1 í einvíginu stuttu síðar þegar hann skoraði með skalla eftir hornspyrnu.
Yamal skoraði síðan annað mark Barcelona í leiknum þegar hann fór framhjá varnarmanni Benfica og skoraði með frábæru skoti fyrir utan vítateiginn. Raphinha bætti síðan þriðja marki Barcelona við undir lok fyrri hálfleiks. Staðan 3-1 í hálfleik.
Sjáðu markið hjá Raphinha
Sjáðu markið hjá Otamendi
Sjáðu markið hjá Yamal
Sjáðu seinna mark Raphinha
Athugasemdir