Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 11. apríl 2019 20:02
Arnar Helgi Magnússon
Stuðningsmenn Chelsea með ógeðfellda söngva - „Salah er hryðjuverkamaður"
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Nokkrir stuðningsmenn Chelsea urðu sér til skammar í dag í Tékklandi þegar þeir hituðu upp fyrir leik Slavia Prag og Chelsea í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Þetta var fámennur hópur sem að staddur var á veitingastað í Prag en þeir sungu níðingssöngva um Mo Salah, leikmann Liverpool.

„Salah er hryðjuverkamaður," var sungið hástöfum.

Þetta er ekki í fyrsta skipti á leiktíðinni sem að stuðningsmenn Chelsea verða sér til skammar vegna einhversskonar rasisma.

Félagið staðfesti nú undir kvöld að þessum stuðningsmönnum hafi ekki verið hleypt inn á Eden Arena, heimavöll Slavia.

Hér að neðan má sjá myndband af söngnum.






Athugasemdir
banner
banner