sun 11. apríl 2021 19:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Arsenal í efri hlutann en Sheffield United færist nær falli
Ekkert vandamál fyrir Arsenal.
Ekkert vandamál fyrir Arsenal.
Mynd: Getty Images
Sheffield Utd 0 - 3 Arsenal
0-1 Alexandre Lacazette ('33 )
0-2 Gabriel Martinelli ('72 )
0-3 Alexandre Lacazette ('85 )

Arsenal átti ekki í miklum vandræðum með botnlið Sheffield United í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Tímabilið hefur verið vonbrigði fyrir Arsenal til þessa en þeir sóttu sigurinn til Sheffield.

Það tók Lundúnaliðið hálftíma að brjóta ísinn en það tókst og markið gerði Alexandre Lacazette. Markið kom eftir gríðarlega flotta sókn þar sem boltinn barst vel á milli manna. Lacazette batt lokahnútinn á sóknina eftir frábæra hælsendingu Dani Ceballos.

Arsenal leiddi 1-0 í hálfleik. „Arsenal er með mikla stjórn á þessum leik. Það er erfitt að sjá hvert Sheffield United fer í seinni hálfleiknum. Þeir eru að leggja sig fram en það vantar gæði," sagði Mark Lawrenson, sérfræðingur BBC, í hálfleik.

Sheffield United byrjaði seinni hálfleikinn ágætlega en gestirnir gengu frá leiknum þegar leið á hann. Martinelli fékk tækifæri í kvöld og hann nýtti sér það með því að skora á 72. mínútu. Lacazette gerði sitt 50. úrvalsdeildarmark á 85. mínútu eftir sendingu frá Thomas Partey.

Lokatölur 3-0 fyrir Arsenal sem er komið aftur upp í efri hlutann, upp í níunda sæti. Sheffield United er á botninum og verður mögulega fallið í næstu umferð.

Önnur úrslit í dag:
England: Man Utd sneri við leiknum gegn Spurs í seinni hálfleik
England: Lingard með tvennu í frábærum sigri gegn Leicester
England: Mögnuð innkoma Saint-Maximin breytti leiknum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner