Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
   fim 11. apríl 2024 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Joelinton framlengir við Newcastle (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Newcastle hefur náð samkomulagi við Joelinton um nýjan langtímasamning við félagið. Ekki er opinberað hvenær nýi samningurinn rennur út.

Fyrri samningur hefði runnið út sumarið 2025. Nýi samningurinn gerir hann að einum af launahæstu leikmönnum félagsins.

„Ég er hæstánægður, ég er glaður og fjölskylda mín er glöð," sagði Joelinton við undirskrift.

„Ég hef upplifað margt hér. Ég hef lært margt og það var besta ákvörðun ferilsins að koma hingað," sagði sá brasilíski.

Joelinton kom til Newcastle sem framherji árið 2019 þegar hann var keyptur frá Hoffenheim. Hann hefur færst aftar á völlinn, fundið sig vel á miðsvæðinu og unnið sér sæti í brasilíska landsliðshópnum.

Hann er 27 ára. Hann hefur skorað þrjú mörk á þessu tímabili og lagt upp fjögur. Hann hefur ekki spilað síðan í janúar vegna nárameiðsla.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner