Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 11. maí 2021 20:35
Ívan Guðjón Baldursson
Solskjær: Þeir eru ótrúlegt lið
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær ræddi við fréttamenn eftir 1-2 tap Manchester United á heimavelli gegn Leicester í kvöld.

Solskjær þurfti að gera tíu breytingar á byrjunarliðinu á milli leikja vegna brjálaðs leikjaálags hjá Rauðu djöflunum sem eiga aftur leik eftir tæpa tvo sólarhringa.

„Við þurftum að gera fullt af breytingum vegna álagsins. Ungu strákarnir voru frábærir, Amad var mjög góður og Elanga gaf okkur eitthvað nýtt. Mason var stórkostlegur, ég veit að hann kann að klára en hann gerði marga aðra hluti rétt í kvöld," sagði Solskjær.

„Ég varð að skipta honum (Mason) út því hann var að spila þriðja leikinn á fimm dögum."

Solskjær var svo spurður út í Englandsmeistaratitilinn sem fer í hendur nágrannanna í Manchester City eftir þetta tap.

„Þetta hefur verið jákvætt tímabil. Það er margt sem við megum bæta en framtíðin virðist vera björt. Við héldum í við Man City alveg þar til í lok tímabilsins sem er frábært afrek því þeir eru ótrúlegt lið.

„Þeir eiga þennan titil fyllilega skilið og ég verð að óska þeim til hamingju því þeir spiluðu stórkostlega á tímabilinu."

Athugasemdir
banner
banner
banner