Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 11. maí 2022 17:30
Elvar Geir Magnússon
Sjöundu feðgarnir til að spila í ensku úrvalsdeildinni
Alf-Inge Haaland og Erling Haaland.
Alf-Inge Haaland og Erling Haaland.
Mynd: Getty Images
Erling Haaland gengur í raðir Manchester City og fetar í fótspor föður síns, Alf-Inge Haaland, sem lék á sínum tíma fyrir City í ensku úrvalsdeildinni. Haaland eldri lék líka fyrir Nottingham Forest og Leeds.

Samkvæmt samantekt Mirror verða þeir sjöundu feðgarnir til að spila báðir í efstu deild enska boltans.

Peter Schmeichel var lykilmaður í marki Manchester United þar sem hann vann ensku úrvalsdeildina fimm sinnum. Sonur hans Kasper Schmeichel ver mark Leicester og varð Englandsmeistari með liðinu fyrir nokkrum árum.

Frank Lampard, núverandi stjóri Everton, lyfti bikurum með Chelsea en pabbi hans, Frank Lampard eldri, spilaði í átján ár með West Ham og varð tvívegis bikarmeistari.

Ian Wright var magnaður með Arsenal en sonur hans Bradley Wright-Phillips var tvö ár hjá Manchester City. Nat Phillips lék í vörn Liverpool á síðasta tímabili en faðir hans, Jimmy Phillips, lék yfir 300 leiki fyrir Bolton.

Steve Bruce var fyrirliði Manchester United þegar liðið vann sinn fyrta Englandsmeistaratitil í 25 ár árið 1993. Alex sonur hans lék undir stjórn pabba síns hjá Birmingham og Hull í ensku úrvalsdeildinni.

Svo eru það feðgarnir Alvin og David Martin. Alvin lék sem varnarmaður hjá West Ham í 22 ár og sonur hans er markvörður sem fékk tækifæri með West Ham 2019 í ensku úrvalsdeildinni vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner