„Þetta var frábær leikur, sérstaklega seinni hálfleikurinn," sagði Oliver Sigurjónsson fyrirliði U21 árs landsliðsins eftir 3-0 sigur á Makedóníu í kvöld.
Lestu um leikinn: Ísland U21 3 - 0 Makedónía U21
„Við spiluðum gjörsamlega frábærlega í seinni hálfleik. Framherjarnir voru frábærir og síðan héldum við hreinu þannig að þetta gerist varla betra."
„Ég tók með mér gott nesti í leikinn og við tökum þetta góða nesti í næsta leik. Það er bara súkkulaðibrauð og kókómjólk. Það þýðir ekki að halda að þetta sé komið núna. Það er erfiður leikur næst og við ætlum að vera dýrvitlausir þar og vinna."
U21 árs landsliðið setur markið hátt í undankeppni EM en stefnan er að fara alla leið í lokakeppnina.
„Það er frábært að byrja á þremur stigum. Markmiðið er að fara áfram. Auðvitað tökum við einn leik í einu en lokamarkmiðið er að fara áfram."
Oliver var valinn fyrirliði fyrir leikinn í dag. „Ég er rosalega stoltur af því að Eyjólfur fannst ég eiga að taka bandið," sagði Oliver en fyrirliðabandið datt af honum í fyrri hálfleiknum.„Hann reif það af mér. Ég er með nógu stóra bicepa til að halda því uppi," sagði Oliver léttur.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heil dsinin.
Athugasemdir