Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fös 11. júní 2021 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Gunnhildur fyrirliði í fjarveru Söru: Algjör heiður
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er, hefur og verður fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fjarveru Söru Bjarkar Gunnarsdóttur sem er barnshafandi.

Gunnildur var fyrirliði í verkefninu á Ítalíu í apríl, er það núna í verkefninu gegn Írlandi og verður það í leikjunum í haust.

Ísland mætir Írlandi á Laugardalsvelli í dag í fyrri vináttulandsleik þjóðanna af tveimu og ræddi Gunnhildur við Vísi fyrir leikinn.

„Þetta er algjör heiður (að vera fyrirliði) en ég er svo heppin að vera í liði þar sem allt liðið eru algjörir leiðtogar. Hver sem verður með bandið, það skiptir í sjálfu sér ekki máli því þetta er frábær hópur þar sem allir eru tilbúnir að stíga upp. En þetta er alltaf heiður,“ sagði Gunnhildur.

Svör Gunnhildar á blaðamannafundi í gær:
Gunnhildur hrósar yngri leikmönnum í hástert og finnst gaman í „skítavinnunni"
Athugasemdir
banner
banner