Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fös 11. júní 2021 09:53
Elvar Geir Magnússon
Milos að taka við Hammarby
Milos Milojevic.
Milos Milojevic.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Milos Milojevic, fyrrum þjálfari Víkings og Breiðabliks, virðist vera að taka við þjálfun Hammarby samkvæmt sænskum fjölmiðlum.

Expressen segir að aðeins eigi eftir að ganga frá formsatriðum áður en Milos verði kynntur.

Hammarby er í áttunda sæti eftir átta leiki og var Stefan Billborn rekinn úr þjálfarastólnum en ákvörðunin er umdeild.

Milos starfar sem aðstoðarþjálfari hjá Rauðu stjörnunni í Belgrad en þar áður var hann aðstoðarþjálfari og svo aðalþjálfari Mjällby í Svíþjóð.

Í sænskum fjölmiðlum segir að Hammarby hafi verið í sambandi við Milos í nokkurn tíma.

Þess má geta að stórstjarnan Zlatan Ibrahimovic á stóran hlut í Hammarby en varnarmaðurinn Jón Guðni Fjóluson er hjá Hammarby og hefur leikið alla átta deildarleikina á tímabilinu.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner