Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 11. júní 2022 22:58
Brynjar Ingi Erluson
„Ef það er ekki áhugi núna þá verður það aldrei"
Kristall Máni Ingason
Kristall Máni Ingason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristall Máni Ingason, leikmaður Víkings og íslenska U21 árs landsliðsins, gæti haldið aftur út í atvinnumennsku í sumar en hann gaf það sterklega til kynna í viðtali við Fótbolta.net eftir 5-0 sigurinn á Kýpur í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland U21 5 -  0 Kýpur U21

Þessi tvítugi sóknarsinnaði leikmaður hefur komið að átta mörkum í Bestu deildinni með Víkingum á þessu tímabili og þá hefur hann haldið áfram góðu gengi með U21 árs landsliðinu.

Liðið spilaði þrjá leiki í júní. Hann skoraði eitt mark í 9-0 sigrinum á Liechtenstein og gerði þá annað mark í 3-1 sigrinum á Hvíta-Rússlandi.

Kristall skoraði svo tvö í dag og lagði upp eitt en hann segir að ef það er ekki áhugi erlendis núna þá verður það aldrei. Hann er þó meira en klár í að klára tímabilið í Víkinni.

„Það er leikur á móti ÍBV í næstu viku og svo Meistaradeildarleikirnir, undankeppnin þar. Get ekki beðið eftir því, núna er það að hvíla. Þetta er búið að vera erfitt."

„Síðan sjáum við til hvort maður verði í Víkinni. Maður gefur allt í það sem er í gangi í Víkinni og meðan maður er að standa sig svona vel þá er allt opið."

„Ég hef bara ekki pælt í því eins og staðan er núna. En ef það er ekki áhugi úti núna þá verður það aldrei. Ég gæti alveg klárað tímabilið með Víkingi, mikið framundan og krefjandi verkefni,"
sagði Kristall við Fótbolta.net.

Kristall, sem er uppalinn í Fjölni, fór ungur að árum til FCK í Danmörku en var lánaður í Víking fyrir tveimur árum áður en hann gekk alfarið í raðir félagsins. Hann virðist tilbúinn í að taka skrefið aftur út í atvinnumennsku.
Kristall Máni: Boltinn var inni og 100% þrenna
Athugasemdir
banner