Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
banner
   þri 11. júní 2024 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Meðlimir í Sádi konungsfjölskyldunni á bakvið 400 milljóna tilboð í Everton
Everton átti fínt tímabil þrátt fyrir að dregin hafi verið stig af liðinu.
Everton átti fínt tímabil þrátt fyrir að dregin hafi verið stig af liðinu.
Mynd: Getty Images
Nýi leikvangur Everton.
Nýi leikvangur Everton.
Mynd: Getty Images
Farhad Moshiri, eigandi Everton, er að leitast eftir því að selja félagið. Hann var nálægt því að selja það til 777 Partners en sú sala náði ekki að ganga í gegn.

BBC greinir frá því að alþjóðlegur hópur fjárfesta hafi boðið 400 milljónir punda í enska félagið.

Viðskipta- og lögmaðurinn Vatche Manoukina er í forsvari fyrir hópnum ásamt ónefndum meðlimum í sádí-arabísku konungsfjölskyldunn og vel efnuðum fjölskyldum frá Bandaríkjunum.

Hópurinn sér Everton sem sofandi risa í enskum fótbolta og tækifæri til að komast á toppinn í heimsfótboltanum aftur. Félagið er að rísa glæsilegan leikvang við Bramley-Moore Dock í Liverpool.

Aðrir hópar eru einnig að reyna eignast Everton. Dan Friedkin, eigandi Roma, er einn af þeim og þá eru viðskiptamennirnir Andy Bell og George Downing búnir að lána Everton 158 milljónir punda og eru áhugasamir um að taka yfir.

Newcastle er í eigu opinbera fjárfestingasjóðsins í Sádi-Arabíu og Everton gæti því orðið annað enska félagið með bein tengsl við Sádi-Arabíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner