Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   þri 11. júní 2024 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pep um gimsteininn Bernardo: Símtalið hefur aldrei komið
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, vonar að Bernardo Silva verði áfram hjá félaginu. Bernardo kom til City frá Mónakó árið 2017 og hefur síðustu ár reglulega verið orðaður við Barcelona.

Portúgalinn framlengdi samning sinn í fyrra og er samningsbundinn fram á sumarið 2026. Í þeim samningi er riftunarákvæði. Slúðrað hefur verið um að hægt sé að fá Bernardo lausan fyrir 50 milljónir punda.

Guardiola vill halda þessum 29 ára lykilmanni í röðum City. Stjórinn tjáði sig í viðtali á golfmóti.

„Barca hefur aldrei hringt (varðandi Bernardo). Það hefur verið mikið talað um þetta í nokkur ár en enginn hefur hringt í okkur."

„Ég vona að hann verði áfram, hann er lykilmaður fyrir okkur, gimsteinn af leikmanni og manneskju. Ef þú vilt fá leikmann þá þarftu að hringja í hann og það hefur ekki gerst,"
er haft eftir Guardiola.
Athugasemdir
banner
banner
banner