Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
banner
   þri 11. júní 2024 11:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Starfið undir hjá Southgate? - „Gæti verið síðasta tækifærið"
Á hliðarlínunni gegn Íslandi.
Á hliðarlínunni gegn Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gareth Southgate, þjálfari enska ladnsliðsins, hefur sagt við Bild að ef England vinnur ekki EM í sumar þá gæti það þýtt endalok hans sem þjálfari liðsins.

Southgate, sem er 53 ára, bætti við að þetta gæti verið hans síðasta tækifæri til að vinna bikar með enska landsliðinu.

Hann hefur verið þjálfari liðsins síðan 2016, kom liðinu í undanúrslit HM 2018, úrslitaleik EM 2020 og í 8-liða úrslit á HM í Katar. Samningur hans rennur út í desember.

„Ef við vinnum ekki, þá verð ég líklega ekki hér áfram. Þetta gæti verið síðasta tækifærið," sagði Southgate.

„Ef við viljum vera stórt lið og ég vil vera toppþjálfari, þá þarftu að standa þig á stóra sviðinu. Um helmingur landsliðsþjálfara fara eftir stórmót - þannig virkar alþjóðlegur fótbolti. Ég hef verið hér í næstum átta ár og við höfum komist nálægt því að vinna. Ég veit að þú getur ekki staðið fyrir framan almenning og endalaust beðið um meiri tíma, því á einhverjum tímapunkti hætta menn að trúa á þig." bætti þjálfarinn við. Hann útskýrði að hann hefði ekki viljað framlengja samninginn fyrir mótið því það hefði aukið við pressuna á liðið. Fabio Capello framlengdi sinn samning fyrir stórmót og þá var mikil dramatík í aðdraganda mótsins. Southgate, sem hefur verið orðaður við Manchester United, vill bíða þar til eftir mót.

England er með Serbíu, Danmörku og Slóveníu í riðli. Fyrsti leikur liðsins verður gegn Serbíu og fer fram á sunnudag.

Í síðasta leik Englands fyrir mót tapaði liðið 0-1 á heimavelli gegn Íslandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner