Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   þri 11. júní 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Torres fær nýtt starf hjá Atletico
Fernando Torres, sem var öflugur sóknarmaður á sínum leikmannaferli, hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Atletico Madrid.

Torres mun taka við B-liði Atletico sem leikur í þriðju efstu deild á Spáni.

Torres hefur að undanförnu stýrt unglingaliði Atletico og náði þar góðum árangri. Hann vann þar til að mynda tvo deildartitla.

Hann tekur við B-liðinu af Luis Tevenet, sem er kominn í þjálfarateymi Diego Simeone.

Torres gerði garðinn frægan sem leikmaður hjá Atletico Madrid og Liverpool. Hann lék einnig fyrir Chelsea, AC Milan og Sagan Tosu á ferlinum og skoraði 38 landsliðsmörk fyrir Spán. Torres vann til ýmissa titla með félagsliðum sínum og Spáni, meðal annars EM, HM, Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildina og enska bikarinn.
Athugasemdir
banner
banner