Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   sun 11. júlí 2021 13:02
Brynjar Ingi Erluson
Skoraði sigurmarkið á EM fyrir fimm árum - Heiðursgestur á Wembley í kvöld
Portúgalski framherjinn Eder verður sérstakur heiðursgestur á Wembley í kvöld er England og Ítalía eigast við í úrslitaleik Evrópumótsins.

Eder skoraði sigurmark portúgalska landsliðsins gegn Frakklandi í úrslitunum á EM fyrir fimm árum. Markið kom á 109. mínútu í framlengingu og reyndist eina mark leiksins.

Hann er 33 ára gamall, hefur spilað 35 landsleiki og skorað 5 mörk en í dag er hann án félags eftir að samningur hans við rússneska félagið Lokomotiv Moskvu rann út á dögunum.

Portúgalskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Eder verður á úrslitaleiknum á Wembley í kvöld.

Hann er sérstakur heiðursgestur og mun koma að því að veita sigurvegurunum bikarinn eftir leik.

Leikurinn hefst klukkan 19:00 og verður Wembley þétt setinn en 60 þúsund manns verða á vellinum.
Athugasemdir
banner
banner