Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
   þri 11. júlí 2023 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aldursforsetinn ánægð með framtakið - „Vonandi peppar það kvennafótbolta yfir höfuð"
Ákveðinn skellur að vera elst
Við viljum hafa áhrif á yngri kynslóðina og vera fyrirmyndir fyrir þær
Við viljum hafa áhrif á yngri kynslóðina og vera fyrirmyndir fyrir þær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stelpurnar eru geggjaðar og mér finnst alltaf gaman að koma hitta þær
Stelpurnar eru geggjaðar og mér finnst alltaf gaman að koma hitta þær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnhildur ræddi við fjölmiðla í dag.
Gunnhildur ræddi við fjölmiðla í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Leikurinn gegn Finnlandi leggst mjög vel í mig, mér finnst langt síðan við höfum komið saman og spilað. Það er gott að vera komnar saman og líka í þessu frábæra veðri líka," sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fyrir landsliðsæfingu í dag.

Kvennalandsliðið spilar vináttulandsleik gegn Finnlandi á Laugardalsvelli á föstudagskvöld.

„Ég er búin að sakna sólarinnar þannig þetta er bara mjög fínt. Það eru mörg ný andlit í hópnum og gaman að fá þær inn, við söknum nokkurra reynslumikilla leikmanna, en það gefur öðrum tækifæri og það er gaman af því."

„Veðrið er frábært og þið vitið hvað Íslendingar gera í frábæru veðri, þá er farið í útilegu og sumarbústað. Ég veit að Símamótsstelpurnar ætla koma og það verður geggjað. Gaman að fá yngri kynslóðina á völlinn, maður vill hafa áhrif á þau. Þetta verður skemmtilegur leikur og ég mæli með að fólkið sem er í bænum kíki á völlinn."


Allir keppendur á Símamótinu fá frítt á leikinn á föstudag.

„Mér finnst það bara geggjað og vonandi peppar það kvennafótbolta yfir höfuð. Ég held það sé frábært líka fyrir okkur, við viljum hafa áhrif á yngri kynslóðina og vera fyrirmyndir fyrir þær. En svo gefa þær okkur líka ofboðslega mikið, orkan sem kemur frá ungdóminum er frábær."

Er leiknum á föstudag, sem er liður í síðasta undirbúningi fyrir Þjóðadeildina í haust, tekið mjög alvarlega?

„Þetta er æfingaleikur en þetta eru núna síðustu æfingaleikirnir fyrir stórmótið (Þjóðadeildina) sem hefur mikil áhrif á EM og því mjög mikilvægt. Ég held að við einbeitum okkur mest á okkur og okkar leik og hvernig við viljum spila. Þetta er svona síðasta prófið áður en við byrjum í Þjóðadeildinni."

Gunnhildur er aldursforsetinn í hópnum, 34 ára gömul og lék í apríl sinn 100. landsleik. Er alltaf jafn gaman að koma til móts við landsliðið?

„Auðvitað, annars væri ég ekki hérna," sagði Gunnhildur og brosti. „Þetta eru frábærar stelpur, núna í þessum hóp er ég elst. Það er ákveðinn skellur en, stelpurnar eru geggjaðar og mér finnst alltaf gaman að koma hitta þær."

Nánar var rætt við Gunnhildi í viðtalinu sem má sjá í spilaranum efst. Hún er þar spurð út í Stjörnuna, Bestu deildina og ýmislegt fleira.
Athugasemdir
banner
banner