fös 11. júlí 2025 08:46
Elvar Geir Magnússon
Henderson fer til Brentford
Mynd: EPA
Miðjumaðurinn Jordan Henderson mun skrifa undir samning við Brentford, eftir að hafa yfirgefið Ajax í vikunni.

Henderson, sem er fyrrum fyrirliði Liverpool, komst að samkomulagi við Ajax um riftun á samningi.

Henderson stefnir að því að vera í enska landsliðshópnum á HM á næsta ári en hann á 84 landsleiki á ferilskrá sinni.

Hjá Brentford mun hann hjálpa til við að fylla skarð Christian Nörgaard sem fór til Arsenal.
Athugasemdir
banner