Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   fös 11. júlí 2025 12:30
Elvar Geir Magnússon
Sosa til Palace (Staðfest)
Sosa í leik með króatíska landsliðinu.
Sosa í leik með króatíska landsliðinu.
Mynd: EPA
Króatíski varnarmaðurinn Borna Sosa, sem hefur skorað tvö mörk í 26 landsleikjum, er genginn í raðir Crystal Palace. Hann er keyptur frá Ajax fyrir um 3 milljónir punda.

Hann er 27 ára sóknarþenkjandi bakvörður sem mun veita Tyrick Mitchell samkeppni en Palace mun spila í Evrópu á komandi tímabili.

„Ég er mjög spenntur fyrir því að ganga í raðir Crystal Palace. Ég hef heyrt svo marga góða hluti um félagið og flestir eru sammála um að þetta sé besta deild heims," segir Sosa.

„Ég er leikmaður sem vill taka þátt í sóknarleiknum, koma með fyrirgjafir og vera í hringiðunni."


Athugasemdir
banner