Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 11. ágúst 2020 12:05
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Dr. Football 
Stefán Teitur í KR og Tryggvi Hrafn í Val eftir tímabil?
Stefán Teitur Þórðarson.
Stefán Teitur Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörvar Hafliðason fullyrðir í hlaðvarpsþættinum Dr. Football að miðjumaðurinn Stefán Teitur Þórðarson verði keyptur frá ÍA til Íslandsmeistara KR eftir tímabilið.

Að sögn Hjörvars erum að ræða kaupverð upp á 4,5 milljónir króna.

Stefán Teitur er samningsbundinn ÍA út næsta tímabil en þessi 21 árs leikmaður hefur verið undir smásjá félaga á norðurlöndunum.

Þá segir hann vitað mál að sóknarmaðurinn Tryggvi Hrafn Haraldsson sé búinn að semja við Val um að ganga í raðir Hlíðarendafélagsins þegar samningur hans við ÍA rennur út seinna á árinu.

Þar sem Tryggvi er að renna út á samningi mega félög ræða við þennan 23 ára leikmann.

Tryggvi hefur verið orðaður við Val í nokkurn tíma en Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, varist fimlega þegar hann fær spurningar varðandi leikmanninn.

Ýmsar sögusagnir hafa verið í gangi varðandi leikmannamál ÍA og útlit fyrir að talsverðar breytingar verði á hópnum á Skaganum eftir tímabil.

Það er þó ekki bara verið að orða leikmenn frá ÍA því Björn Bergmann Sigurðarson hefur verið orðaður við sitt gamla félag.


Athugasemdir
banner
banner