Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 11. september 2019 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Jóhann Berg: Þvílíka þvælukommentið!
Jóhann Berg Guðmundsson var ósáttur við umfjöllun Vísis
Jóhann Berg Guðmundsson var ósáttur við umfjöllun Vísis
Mynd: Eyþór Árnason
Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins, var ósáttur við ummæli í lýsingu Vísis á landsleik Íslands og Albaníu í gærkvöldi.

Jóhann Berg er lykilmaður í landsliðinu en hann var ekki með gegn Moldóvum og Albaníu vegna meiðsla.

Íslenska liðið tapaði 4-2 fyrir Albönum í gær en Jóhann var ósáttur við ummæli sem voru látin falla í textalýsingu Vísis.

„Þessi frammistaða var ekki til þess að hvetja fólk í að mæta á Laugardalsvöll í næsta glugga. Fyrir utan fyrstu tuttugu mínúturnar eða svo í seinni hálfleik þá var ekki mikið að frétta og erfitt að segja annað en Ísland hafi átt skilið að tapa," var skrifað í lýsingu Vísis.

Jóhann Berg lýsti yfir vonbrigðum sínum en ummæli hans má sjá hér fyrir neðan.

„Þvílíka þvælu commentið hjá þessum ágætu frèttamönnum hjá Vísi eftir ein slæm úrslit. Rífa sig í gang takk!" sagði Jóhann Berg á Twitter.


Athugasemdir
banner