Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 11. september 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær man vel eftir fyrsta marki Van de Beek fyrir Ajax
Solskjær með nýja leikmanninum sínum.
Solskjær með nýja leikmanninum sínum.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segist hafa fylgst með hollenska miðjumanninum Donny van de Beek síðan 2015.

Hinn 23 ára gamli Van de Beek gekk í raðir Manchester United í síðustu viku frá Ajax og skrifaði undir fimm ára samning. Talið er að kaupverðið sé í kringum 40 milljónir punda.

Solskjær varð fyrst var við Van de Beek í Evrópudeildarleik 2015 þegar hann stýrði Molde frá Noregi gegn Ajax. Van de Beek skoraði þá mark Ajax í 1-1 jafntefli.

„Hann skoraði sitt fyrsta mark gegn mér og Molde í Evrópudeildinni 2015," sagði Solskjær. „Hann skoraði með frábærum skalla."

„Hann skallaði miðvörðinn minn (þegar hann skoraði) þannig að hann var hugrakkur. Ég kann vel við hugarfar hans. Ég hef talað við Edwin van der Sar og leikmenn sem þekkja hann.

Hér að neðan má sjá markið hjá Van de Beek og öll mörk hans fyrir Ajax. Hann var blóðugur eftir markið gegn Molde. Þegar einhver skorar gegn þér þá manstu alltaf eftir því,"
segir Solskjær.


Athugasemdir
banner
banner
banner